miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskmarkaðir 2008: Mesta verðmæti frá upphafi

12. janúar 2009 kl. 15:00

Verðmæti aflans sem seldur var á íslensku fiskmörkuðunum árið 2008 nam tæplega 17 milljörðum króna og hefur aldrei orðið meira á einu ári frá því að fiskmarkaðir voru stofnaðir hérlendis árið 1987.    

Þetta er 8,7% aukning frá árinu 2007. Meðalverðið hækkaði frá fyrra ári um 12,7% eða úr 160 kr/kg í 180 kr/kg. Magnið dróst aftur á móti saman um 3,5% milli ára og nam rúmlega 94.000 tonnum.

Þetta kemur fram á vef Reiknistofu fiskmarkaða. Sjá nánar HÉR