sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskmarkaðir: Metverð á karfa í maí

15. júní 2009 kl. 12:01

Meðalverð á karfa á íslenskum fiskmörkuðum í maí síðastliðnum var 214,58 krónur kílóið. Þetta er í fyrsta sinn sem karfaverð fer yfir 200 kr/kg á mörkuðunum. Hækkunin frá því í maí í fyrra er 150%, samkvæmt upplýsingum Reiknistofu fiskmarkaða.

Ufsaverð var einnig mjög hátt í maí eða 111,86 kr/kg.  Þetta er næsthæsta meðalverð á ufsa í einum mánuði.  Hæst varð það í nóvember 2008 eða 118,05 kr/kg. Hækkunin er rúmt 71% frá því í maí 2008.