
Fiskneysla í Japan dróst saman í desember. Meðalupphæðin sem varið var til kaupa á sjávarafurðum fór niður í 96 evrur (17 þúsund ísl. kr.) á hverja fjölskyldu, sem er um 3,4% samdráttur.
Mestur samdrátturinn varð í sölu á ferskum fiski, eða 6,1%. Sala á skelfiski minnkaði um 2,1%, sala á maukuðum fiski minnkaði um 1,4%, sala á öðrum unnum sjávarafurðum dróst sama um 2,1%. Samdrátturinn varð mestur í þurrkuðum sjávarafurðum eða 9,2%.
Útgjöld heimila vegna allra ferskra sjávarafurða drógust saman um 5,7% og fóru niður í 50 evrur í mánuðinum. Á hinn bóginn varð aukning í sölu á sardínum (19,4%) og krabba (12,7%).
Heimild: IntraFish