föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskneyslan tvöfaldast yfir sumarið

10. maí 2013 kl. 13:54

Fiskmáltíð

Alls eru 24 fiskbúðir á landinu öllu og 20 þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu

 

„Salan eykst alltaf yfir sumarmánuðina, bæði er fólk að grilla fisk auk þess sem fleiri tegundir komu í sölu s.s. bleikja, regnbogasilungur og lax,“ segir Kári Þór Jóhannsson eigandi Fiskbúðarinnar Sjávarfangs á Ísafirði, í samtali við www.bb.is.

„Sumarmánuðir eru tvöfaldir í neyslu miðað við vetrarmánuðina. Það er fjölgun á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Erlendi túristinn sem gistir í Tunguskógi kemur í búðina og þeir sem eru í húsbílum. Þeim þykir undarlegt að fiskveiðiþjóð eins og Íslendingar, og sérstaklega sjávarþorp, skuli hafa svona fáar fiskbúðir,“  segir Kári.

Alls eru 24 fiskbúðir á landinu öllu og 20 þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá nánar http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=181643