mánudagur, 24. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskuðu best á lambalærissneiðarnar

28. september 2011 kl. 13:48

Beitukóngsveiðar (Mynd: Kristinn Benediktsson).

Beitukóngurinn er matvandur og vill ekki hvaða beitu sem er.

,,Beitukóngurinn getur verið brellinn eins og fiskurinn og ekkert á vísan á róa með hann þegar að beitunni kemur,” segir Arngrímur Jónsson skipstjóri á Garði SH í viðtali í sjávarútvegssýningarblaði Fiskifrétta.

 Hefðbundin beita í beitukóngsgildrurnar er fiskúrgangur. Arngrímur segist hafa gert tilraun með lambalærissneiðar sem urðu afgangs á heimilinu eftir eina sunnudagsmáltíðina og viti menn, gildrurnar með kjötinu voru fullar af kuðungum. Sama gerðist þegar hann prófaði saltkjötsbita sem beitu nokkru síðar. Hins vegar voru gildrurnar galtómar þegar skorið var niður kjöt af vargfugli í tilraunaskyni.

 Fiskifréttir fóru í beitukóngsróður og segir frá honum í máli og myndum í sýningarblaði Fiskifrétta.