mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskuðu fyrir 72 milljarða króna

10. janúar 2014 kl. 09:43

Eitt skipa HB Granda, Ingunn AK, á loðnuveiðum.

Átta efstu útgerðirnar skiluðu heldur minna aflaverðmæti í fyrra en í hittifyrra.

Skip þeirra átta útgerða, sem skiluðu mestu aflaverðmæti á Íslandi á liðnu ári, veiddu fyrir samtals rúmlega 72 milljarða króna. Það er 1,2% minna en á árinu á undan og munar tæpum 900 milljónum króna. 

Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem byggð er á tölum sem blaðið aflaði sér hjá útgerðunum sjálfum. 

HB Grandi er nú sem fyrr efsta fyrirtækið á þessum lista með tæplega 17 milljarða króna aflaverðmæti. Aflaverðmæti skipa Samherja (þeirra sem skráð eru á Íslandi) og dótturfyrirtækisins ÚA nam samtals rúmum 14 milljörðum króna og jókst um næstum milljarð milli ára.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.