þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskur í skólanum

12. mars 2012 kl. 17:02

Þorskur

Velheppnaði tilraunaverkefni sem beinist að skoskum skólanemum á landsvísu.

Tilraunaverkefnið ,,Seafood in Schools“ sem hleypt var af stokkunum í tíu skólum í Skotlandi á síðasta ári hefur reynst svo velheppnað að ákveðið hefur verið að útvíkka það landsvísu, þannig að það nái til 60.000 nemenda.

Tilgangurinn er að stuðla að aukinni þekkingu skólanema á ferli fisksins frá veiðum og vinnslu og þar til hann hafnar á matardiskinum. Verkefnið er unnið í samvinnu við sjávarútveginn þannig að krakkarnir komist í návígi við fiskinn hver á sínum stað. Þetta er síðan tengt kennslu í matreiðslu og öðrum námsgreinum eins og landafræði, sögu og náttúruvísindum.