þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskur sem lifir góðu lífi innan um skaðleg mengunarefni

20. febrúar 2011 kl. 10:00

Blettaþorskur

Blettaþorskur tók stökkbreytingum sem gerði honum kleift að lifa í Hudson ánni í New York þar sem eiturefnið PCB var losað í áratugi

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að blettaþorskur (atlantic tomcod) hefur tekið stökkbreytingum sem gerir honum kleift að lifa góðu lífi í Hudson ánni, sem er þrælmenguð af eiturefninu PCB sem er með skaðlegustu mengunarefnum í lífríkinu.

Niðurstöður þessarar rannsóknar voru nýlega birtar í tímaritinu Science. Sérfræðingar hjá læknaháskólanum í New York stóðu fyrir rannsókninni. Markmið þeirra var að varpa ljósi á það hvernig blettaþorskurinn gat haldið lífi innan um eiturefnið PCB sem var losað í ána sem úrgangur í fyrsta sinn árið 1929 svo vitað sé. Losun þess var svo bönnuð 50 árum síðar.

Vísindamenn segja að byltingarkennd breyting hafið orðið á blettaþorskinum í kjölfar mengunarinnar og að aðeins einn erfðavísir valdi þeim. Á árunum 1947-1976 losaði General Electric um 600 milljarða kílóa af PCB í Hudson ána. Blettaþorskur er þar algengur botnfiskur þótt hann sé alla jafna ekki veiddur til matar. Menn hafa lengi undrast það hvað fiskurinn hefur þolað eitrið í stórum skömmtum öll þessi ár. Hins vegar hefur ekki legið ljóst fyrir hvers skýringin er á því að  blettaþorskurinn hefur ekki drepist eins og aðrir fiskar á svæðinu af völdum mengunarinnar.

Vísindamennirnir söfnuð blettaþorski í fjögur ár bæði frá mengunarsvæðum og mengunarlausum eða lítt menguðum svæðum. Hann var síðan skoðaður með hliðsjón af erfðabreytileikum. Niðurstaðan varð sú að breytileiki fannst í einum erfðavísi sem reyndist geta veitt fiskinum vörn geng PCB. Jafnframt er talið að vísir að þessum breytileika hafi verið til staðar fyrir mengunina. Blettaþorskurinn hafði því forskot við að laga sig að menguninni á aðrar fisktegundir sem urðu fórnarlömb mengunarinnar.

Heimild: www.fis.com

H