þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskur úr Barentshafi flæðir til Kína á ný

10. október 2009 kl. 14:31

Útflutningur á frystum fiski úr Barentshafi til vinnslu í Kína hefur stóraukist á þessu ári. Meðan fiskverð var í hæstu hæðum fyrir efnahagshrunið var hann of dýr til þess að það borgaði sig að láta vinna hann í Kína. Nú hefur dæmið snúist við.

Kínverskar fiskvinnslur hafa keypt 38.000 tonn af botnfiski úr frystigeymslum í Noregi það sem af er þessu ári samanborið við 15.000 tonn á sama tímabili í fyrra. Þar af eru 10.000 tonn af þorski sem er fimmfalt meira magn en á þessum tíma á síðasta ári. Ufsaútflutningurinn hefur aukist úr 6.500 tonnum í 15.000 tonn og ýsuútflutningurinn hefur tvöfaldast.

Mest af þessum fiski kemur af rússneskum frystiskipum sem landa í Noregi.

Áður en efnahagskreppan skall á í fyrra var verðið á frysta þorskinum 25 krónur norskar en núna er meðalverð fyrir þann þorsk sem seldur er til Kína um 15 krónur.

Sjávarútvegsvefurinn IntraFish segir frá þessu.