fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskveiðiyfirvöld í Bretlandi velja íslenskt eftirlitskerfi

28. september 2012 kl. 12:36

Frá vaktstöð siglinga í Reykjavík.

Íslenska hátæknifyrirtækið TrackWell varð hlutskarpast í opnu útboði.

Fiskveiðieftirlitskerfi frá íslenska hátæknifyrirtækinu TrackWell varð fyrir valinu í opnu útboði breskra fiskveiðiyfirvalda um kerfi til fiskveiðieftirlits með um 8.000 skipum á öllum hafsvæðum í landhelgi Bretlands næstu 5-7 ár. Meðal keppinauta í útboðinu voru stór alþjóðleg fyrirtæki. 

Samningurinn kveður á um eftirlit með öllum breskum skipum yfir 12 metrum að lengd og með skipum annarra þjóða sem stunda veiðar á bresku hafsvæði. Sala á kerfum TrackWell hefur gengið vel síðastliðin misseri og munu þau með þessum samningi fylgjast með um 20.000 farartækjum á sjó, landi og í lofti, í Evrópu og Bandaríkjunum, segir í frétt frá fyrirtækinu. 

Kerfið er nú þegar notað af Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC), Suðaustur-Atlantshafsfiskveiðistofnuninni (SEAFO) og yfirvöldum í Litháen, Færeyjum og Albaníu, auk Íslands. 

Sjá nánar á vef Trackwell.