fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskvinnsla á Bakkafirði seld Húsvíkingum

6. desember 2019 kl. 14:18

Línu­bát­ur­inn Hall­dór NS. Mynd/HAG

Sjávarútvegsfyrirtækið GPG á Húsavík hefur náð samkomulagi við eigendur fyrirtækisins Halldór fiskvinnsla á Bakkafirði um kaup á fyrirtækinu.

Sjávarútvegsfyrirtækið GPG á Húsavík hefur náð samkomulagi við eigendur fyrirtækisins Halldór fiskvinnsla á Bakkafirði um kaup á fyrirtækinu. Halldór fiskvinnsla er stærsta fyrirtækið á Bakkafirði. Innifalið í kaupunum er fiskverkun á Bakkafirði, bátur og veiðiheimildir.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Fyrirtækið er í eigu Áka Guðmundssonar og fjölskyldu hans, og er þar stærsti vinnuveitandinn. Með í kaupunum fylgir fiskverkun á Bakkafirði og línu- og netabáturinn Halldór NS 302, ásamt veiðiheimildum.

Eins segir frá því að Bakkafjörður er í verkefninu Brothættum byggðum. Byggðastofnun úthlutaði því sértækum fiskveiðikvóta til Bakkafjarðar og gerði samstarfssamning við Halldór fiskvinnslu til sex ára. GPG er samkvæmt frétt RÚV skuldbundið til að landa þeim 250 þorskígildistonnum sem samningurinn tekur til og vinna á Bakkafirði þau tæp fimm ár sem eftir eru af samningnum.

Starfsfólki hefur verið tilkynnt um kaupin en forsvarsmenn sveitarfélagsins höfðu ekkert heyrt af þessum áformum fyrr en fjallað var um þau í fjölmiðlum.