þriðjudagur, 28. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjárfesting í sjávarútvegi að komast á skrið

18. desember 2013 kl. 13:29

Líkan af hinu nýju skipi Ísfélags Vestmannaeyja.

Nýjar vinnslur hafa verið teknar í notkun og samið um þrjú ný uppsjávarskip.

Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans telja að fjárfestingar í sjávarútvegi séu aftur að komast á skrið. Undanfarin ár hafa fjárfestingar innan atvinnugreinarinnar verið í lágmarki þrátt fyrir góða afkomu. Segja þeir að nokkrar ástæður séu fyrir því að lítið hefur verið fjárfest, helst beri að nefna óvissu um fiskveiðistjórnunarkerfið auk þess sem fyrirtæki hafa lagt á það mikla áherslu eftir hrun að greiða niður skuldir.

Bent er á að nýjar vinnslur hafi til dæmis risið á Vopnafirði,  Akranesi, Þórshöfn og nýlega var gerður samingur um endurnýjun verksmiðju á Höfn.  Einnig hefur orðið mikil endurnýjun á tækjabúnaði í bolfiskvinnslu vegna aukinnar áherslu á landvinnslu. 

Meðal nýrra fjárfestinga í greininni, utan vinnslna, má nefna að HB Grandi hefur samið um smíði tveggja skipa til veiða á uppsjávarfiski. Samningsverð er um 7,2 milljarðar króna. Sömuleiðis hefur Ísfélagið keypt nýtt skip til uppsjávarveiða sem á að verða tilbúið til veiða nú eftir áramót.

Sjá nánar á vef LÍÚ