miðvikudagur, 23. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjarlægðir og dyntótt veiði truflar vinnsluna

25. ágúst 2020 kl. 15:10

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað starfa um 100 manns á makrílvertíðinni. Unnið er á þrískiptum 12 tíma vöktum og á hverri vakt starfa 27 beint við framleiðsluna.

Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir að vinnsla á makríl hafi gengið vel það sem af er vertíð, en búið er að taka á móti 21.300 tonnum.

Þetta kemur fram í frétt Síldarvinnslunnar en makríllinn hefur ýmist verið hausaður, flakaður eða heilfrystur.

Þá segir Jón að það hafi nokkur áhrif á vinnsluna hve langt þurfi að fara til að sækja makrílinn. „Það veldur nokkrum erfiðleikum að makríllinn skuli ekki veiðast hér við bæjardyrnar. Skipin þurfa að sækja hann í Smuguna og þangað er 30 tíma sigling eða meira. Þá hefur veiðin þar verið dyntótt. Allt þetta hefur gert það að verkum að það hefur verið erfitt að halda uppi samfelldri vinnslu. Við kláruðum til dæmis 1400 tonn úr Beiti í gærkvöldi og síðan var þrifið í nótt. Við vonumst síðan til að fá hráefni á morgun, en í nótt var einhver kaldi á miðunum þannig að það er óvíst,“ segir Jón Gunnar.