þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjárlagafrumvarpið: Framlög til helstu stofnana sjávarútvegsins lækka um 8%

21. október 2010 kl. 14:00

Til að mæta niðurskurði til stofnana sjávarútvegsins sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 þyrfti meðal annars að leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni og hætta þátttöku í alþjóðlegum rannsóknum á karfa á Grænlandshafi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Framlög til helstu eftirlits- og rannsóknastofnana sjávarútvegsins sem heyra undir sjávarútvegsráðuneytið nema um 2,3 milljörðum króna á árinu 2011 samkvæmt frumvarpi að fjárlögum fyrir árið 2011. Hér er um 193 milljóna skerðingu að ræða miðað við fjárlög ársins 2010, eða tæplega 8%. Fjárlagafrumvarpið bíður nú afgreiðslu Alþingis þannig að ekki liggur endanlega fyrir hver framlög ríkisins til þessara stofnana verður á fjárlögum næsta árs.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.