mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjárskortur hjá norsku Hafró

20. febrúar 2013 kl. 13:49

G.O.Sars, eitt rannsóknaskipa Norðmanna.

Norðmenn draga sig út úr alþjóðlegum kolmunnaleiðangri í vor

 

Norska hafrannsóknastofnunin hefur hætt við að taka þátt í árlegum alþjóðlegum rannsóknaleiðangri á kolmunna nú í vor vegna fjárskorts. Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útvegsmanna. Þar segir að þessari ákvörðun hafi ekki verið vel tekið hjá samstarfsþjóðum sem búi við mun verri efnahag en Norðmenn.

Samtök norskra útvegsmanna hafa áhyggjur af minnkandi fjárveitingum til norsku Hafró. Þau telja að færri leiðangrar og minni rannsóknir geti skapað óvissu við mat á stofnstærð. Slíkt geti bitnað á norskum sjávarútvegi.

Vegna minnkandi fjárveitinga sendi norska Hafrannsóknastofnunin einu skipi færra en áður í vetrarleiðangur norður í Barentshaf og nú liggur fyrir að stofnunin sendir ekki skip í kolmunnaleiðangurinn sem fram fer 25. mars til 12. apríl næstkomandi. Að auki er spurning hvernig rannsóknum á makrílstofninum verði háttað.

Fimm skip hafa tekið þátt í kolmunnaleiðangrinum til þessa en þau verða fjögur eftir að Norðmenn hætta við þátttöku, þ.e. skip frá Rússlandi, Færeyjum, Írlandi og Hollandi.