sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölbreytt og efnismikið jólablað Fiskifrétta

16. desember 2011 kl. 15:58

Forsíða jólablaðs Fiskifrétta 2011

Viðtöl og greinar um sjómennsku og sjávarútveg í fortíð og nútíð.

Jólablað Fiskifrétta er komið út,  stærra og efnismeira en nokkru sinni fyrr. Meðal efnis í blaðinu er eftirfarandi:

,,Sex ára í Grænlandstúr” – viðtal við Kristján Vilhelmsson um sjómennskuna og Samherja.

,,Árekstur ólíkra menningarheima” – rætt við Bjartmar Pétursson um störf í sjávarútvegi í Austur-Evrópu.

,,Sannar grobbsögur” – Björgvin Gunnarsson fyrrv. skipstjóri segir frá ævintýralegu fiskirí á árum áður.

,,Eitt sviplegasta sjóslys í sögu Noregs” – 78 norskir selveiðimenn fórust í ofsaveðri norðan Íslands árið 1952.

,,Síldin kraumar á sundunum” – Fiskifréttir í veiðiferð með Hákoni EA á síldarmiðunum í Breiðafirði.

,,Braskið varð til þess að kvótakerfið missti trúverðugleikann” – rætt við Steingrímur Þorvaldsson fyrrv. skipstjóra á Vigra RE um sjómennskuferilinn.

,,Mesta sjóslys Íslandssögunnar” – Kafli úr bókinni Dauðinn í Dumbshafi þegar 250 manns fórust í skipalest norður af Vestfjörðum á stríðsárunum.

,,Tilurð kvótakerfis á Nýja-Sjálandi”

Og margt fleira.

Jólablað Fiskifrétta er 80 bls. að stærð.