mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölda skemmtibáta breytt í fiskibáta vegna strandveiða

6. maí 2010 kl. 15:00

 

Um 150 bátar, skemmtibátar eða afskráðir bátar, hafa verið skráðir sem fiskibátar á tveimur árum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

  Strandveiðarnar hófust í fyrra og þá var upp undir 90 skemmtibátum breytt í fiskibáta og. Hér er um að ræða gamla fiskibáta sem búið var að skrá sem skemmtibáta en óskað er eftir að verði fiskibátar á ný. Einnig voru 11 afskráðir bátar teknir á skrá á ný í fyrra.

Í ár stefnir í það að um 40 fyrrum skemmtibátar til viðbótar verði skráðir sem fiskibátar í því skyni að hefja strandveiðar. Þá liggja fyrir umsóknir hjá Siglingamálastofnun um endurskráningu nokkurra báta sem hafa verið afskráðir. Ekki er ljóst hve margir bátar bætast við í ár þegar allt er talið en þeir verða vart undir 50. Því má gera ráð fyrir að samanlagt fjölgi skráðum fiskibátum í ár og í fyrra um 150 vegna strandveiða og er þá varlega áætlað.