þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjöldi norskra skipa á loðnumiðunum

12. febrúar 2016 kl. 12:44

Skjáskot af vef AIS

Flest íslensk skip bíða átekta

Fjöldi norskra loðnuskipa er nú á miðunum úti fyrir Austfjörðum. Íslensk skip hafa ekki byrjað veiðar að neinu marki, enda bíða þau eftir fréttum af því hvort loðnukvótinn verði aukinn.

Þegar litið er á AIS staðsetningarkerfið á vefnum sést vel sú sérkennilega staða að nú á miðri loðnuvertíðinni eru aðeins norsk loðnuskip á miðunum fyrir utan grænlenska skipið Polar Amaroq og íslenska rannsóknaskipið Árna Friðriksson.