þriðjudagur, 26. maí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölþjóðlegur leiðangur fyrir norsk-íslenska síld hafinn

12. maí 2020 kl. 08:50

Um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Mynd/Hafró

Leiðangurinn hefur verið farinn árlega síðan 1995 en ástand hafsins og vistkerfisins er kannað meðfram rannsóknum síldarinnar.

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt á sunnudaginn af stað í leiðangurinn „Vistfræði Austurdjúps“.

Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á austur- og norðausturmiðum.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.

Ástand hafsins og vistkerfisins er einnig kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. Leiðangurinn er skipulagður af vinnuhóp á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) en auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar, taka rannsóknarskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi þátt í verkefninu.

Leiðangurinn hefur verið farinn árlega síðan 1995 og eru niðurstöður nýttar við gerð stofnmats fyrir norsk-íslenska síld.

Hægt er að fylgjast með ferðum skipsins á meðan á leiðangrinum stendur.