mánudagur, 30. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórðungurinn frá Íslandi

18. ágúst 2011 kl. 08:40

Fishgate markaðurinn.

Bretar eru mjög háðir Íslendingum varðandi innflutning á þorsk- og ýsuafurðum.

 

Af liðlega 100 þúsund tonna innflutningi þorsks og þorskafurða til Bretlands á árinu 2009 kom mest frá Íslandi eða 26% miðað við magn og 35% miðað við verðmæti.

 Hagmunaaðilar í sjávarútvegi í Skotlandi og víðar hafa krafist þess af Evrópusambandinu að sett verði innflutningsbann á allar sjávarafurðir frá Íslandi og Færeyjum vegna  makríldeilunnar. Ljóst er að svo afdrifaríkar aðgerðir myndu hafa veruleg áhrif á útflutning sjávarafurða frá Íslandi en ekki síður á fiskvinnslu í Bretlandi því breskar vinnslustöðvar eru mjög háðar hráefni héðan. Næstum allur fiskur frá Íslandi, bæði ferskur og frosinn,  fer í einhvers konar áframvinnslu í Bretlandi og skapar þúsundir starfa, beinna og óbeinna.

 Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.