fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórtán loðnur úr bleikjumaga

28. júní 2012 kl. 10:14

Loðnurnar fjórtán og bleikjan sem þær komu úr. (Mynd: Sigurjón Arason).

Undarleg uppákoma austur í Lóni í Lónssveit

 

Veiðimaður austur í Lóni í Lónssveit rak upp stór augu um þar síðustu helgi þegar hann spretti upp kviðnum á bleikju sem hann hafði veitt í net og út komu fjórtán ómeltar loðnur. ,,Ég á sumarbústað í Lónssveit og hef veitt þarna um þriggja áratuga skeið en aldrei upplifað það áður að fá silung með loðnu í sér,“ segir veiðimaðurinn, Sigurjón Arason yfirverkfræðingur hjá Matís í samtali við Fiskifréttir. 

Þorsteinn Sigurðsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun kveðst ekki hafa heyrt fyrr um loðnu í silungamögum. ,,Á hinn bóginn höfum við fengið margar tilkynningar um loðnu í þorskmögum síðustu vikur og mánuði eftir að loðnuvertíð lauk. Þessa hefur orðið vart á svæðinu frá Reykjanesi og alveg austur undir Langanes og í meira mæli en undanfarin ár,“ segir Þorsteinn. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.