þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjörutíu ár frá 50 mílna útfærslunni

3. september 2012 kl. 08:54

Togvíraklippurnar voru leynivopn varðskipanna.

,,Leynivopninu“ beitt með árangri í 82 skipti á rúmu ári.

Síðastliðinn laugardag, 1. september, voru fjörutíu ár liðin frá því að fiskveiðilögsagan var færð út í 50 sjómílur.  Á þeim tíma voru Íslendingar komnir með nýtt vopn gegn landhelgisbrjótum, svokallaðar togvíraklippur sem skorið gátu botnvörpur aftan úr breskum togurum með tilheyrandi tilkostnaði fyrir útgerðina.  Frá september 1972 til nóvember 1973 tókst íslensku varðskipunum að beita þeim með árangursríkum hætti í 82 skipti gegn breskum togurum sem voru að veiðum innan 50 mílna markanna. 

Í fjölmiðlum 1. september 1972  sagði m.a. að við útfærsluna stækkaði yfirráðasvæði íslendinga um 141 þús ferkilómetra og væri  landhelgin þá tvöföld stærð landsins. Þar segir einnig að Íslendingar færðu út fiskveiðilögsöguna til að tryggja skynsamlega hagnýtingu fiskimiðanna i þágu allra þeirra sem þurfa fiskafurðir til lífsviðurværis, beint og óbeint. Þjóðin verði standa sameinuð um að nýta fiskimiðin vel og skynsamlega. Varðskipin verði vegna þess bakhjarl og framvörður þjóðarinnar.

Frá þessu er skýrt á vef Landhelgisgæslunnar.