sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fækkun sela ? stórfækkun hringorms

25. júní 2009 kl. 09:56

Selum hefur fækkað mikið hér við land síðustu áratugi og hringormavandamál í fiskvinnslu hefur minnkað að sama skapi að sögn fiskvinnslumanna. Þetta kemur fram í úttekt á málinu í Fiskifréttum í dag.

,,Hringormur í fiski var meiriháttar vandamál í fiskvinnslu hér á árum áður. Mjög tímafrekt og kostnaðarsamt var að tína orminn úr fiskflökunum. Ráðstafanir hringormanefndar, sem stofnuð var árið 1982 til þess að fækka sel hér við land, báru þann árangur að hringormi í fiski fækkaði jafnt og þétt og nú er svo komið til dæmis í húsinu hérna hjá okkur að ormurinn er varla nokkuð til trafala. Þetta eru auðvitað ævintýraleg umskipti,” segir Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Fleiri fiskvinnslumenn taka í sama streng.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.