fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fleiri en ein skýring á minni steinbítsveiði

22. nóvember 2012 kl. 15:24

Steinbítur

Togaraskipstjóri segir ekki hægt a skella skuldinni eingöngu á togveiðarnar.

 

Steinbítskvótinn hefur verið skorinn hressilega niður á þessu fiskveiðiári og þarf að fara aftur til ársins 1982 til að finna minni ársafla. Pétur Birgisson skipstjóri á togaranum Stefni ÍS segir í samtali við Fiskifréttir að alltof einfalt sé að skella allri skuldinni af minnkandi steinbítsgengd á togveiðar á hrygningar- og klaktíma steinbítsins á haustin, eins og margir línusjómenn hafi gert. 

Pétur bendir á að miklar breytingar hafi orðið á hitastigi sjávar á undanförnum árum og steinbíturinn sé mun dreifðari á miðunum en fyrr. Hann segir að þegar mest var af steinbíti á Vestfjarðamiðum hafi líka verið mest af loðnu. Nú heyri það til undantekninga ef loðna finnist í fiski þar og leggur hann áherslu á þá skoðun sína að alltof mikið sé veitt af loðnu.

Sjá nánar viðtal við Pétur í nýjustu Fiskifréttum.