föstudagur, 30. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fleiri norsk skip færa síldarkvóta milli ára

2. desember 2013 kl. 13:45

Síld

Ástæðan sögð vera lægra meðalverð í ár en í fyrra

Fleiri norsk skip hafa flutt hluta af kvóta sínum í norsk-íslenskri síld yfir á næsta ár að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins. Heimilt er að flytja allt að 10% af kvóta ársins yfir á næsta ár.

Á vef samtaka norskra útvegsmanna segir að skýring á þessu kunni að vera sú að verð á síld í ár hefur verið lægra en í fyrra. Meðalverðið í ár er 5,18 krónur norskar á kíló (102 ISK) á móti 6,17 krónum á síðasta ári (121 ISK). Verðið lækkar þrátt fyrir að síldarkvóti norskra skipa sé 120 þúsund tonnum minni en í fyrra, en þá var hann 497 þúsund tonn.