laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flutningaskipið Hoffell vélarvana við Færeyjar

11. janúar 2016 kl. 08:08

Samskip Hoffell

Varðskipið Þór á leið á staðinn og mun það draga flutningaskipið til Reykjavíkur

Um hádegisbil í gær, sunnudaginn, varð Samskip Hoffell vélarvana um 160 sjómílum suðvestur af Færeyjum á leið til Íslands. Helgafell, skip Samskipa, er við Hoffellið og í samskiptum við áhöfn þess.  Varðskipið Þór mun draga Hoffellið til hafnar í Reykjavík.

Í frétt á vef Samskipa segir að ekki hafi þótti ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi um borð í Hoffellinu þótt áhöfninni hafi ekki tekist að ræsa vélar skipsins að nýju. Áætlað er að varðskipið Þór nái til Hoffellsins á morgun, þriðjudag.

Samskip Hoffell er 5.500 tonna gámaskip. Í áhöfn þess eru 13 manns og amar ekkert að þeim. Á svæðinu voru í gær ANA 8-10 vindstig og um 6-7 metra ölduhæð.