þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forsætisráðherra á aðalfundi LÍÚ: Engin ákvörðun um aukinn þorskkvóta

31. október 2008 kl. 14:40

Engin ákvörðun hefur verið tekin um aukinn þorskkvóta vegna þeirra efnahagsþrenginga sem yfir hafa dunið, að því er fram kom hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sem hann hélt á aðalfundi LÍÚ fyrir stundu.

Geir sagði ennfremur að sjávarútvegsráðherra væri með þetta mál til athugunar.

„Ef kvótinn verður aukinn verður það byggt á bestu fáanlegri fiskifræðilegri vitneskju,“ sagði Geir.

Forsætisráðherra vísaði á bug hugmyndum um að ríkið tæki til sín kvóta sem veðsettur væri í bönkunum. Slíkt væri óábyrgt tal.

Jafnframt sagði hann að þegar að því kæmi að þorskkvótinn yrði aukinn á ný yrði honum úthlutað til þeirra sem tekið hafa á sig skerðingar að undanförnu.