laugardagur, 18. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forstjóraskipti hjá Icelandic Group

31. október 2014 kl. 09:23

Árni Geir Pálsson nýr forstjóri Icelandic Group

Árni Geir Pálsson tekur við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni.

Magnús Bjarnason hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Icelandic Group. Árni Geir Pálsson, stjórnarmaður í Icelandic Group, hefur að beiðni stjórnar fallist á að taka að sér starf forstjóra hjá félaginu. Jóhann Gunnar Jóhannsson, fjármálastjóri Icelandic, mun samhliða núverandi starfi verða staðgengill forstjóra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Þar segir að Magnús hafi sl. tvö ár stýrt félaginu og leitt árangursríka sameiningu starfseminnar í Bretlandi í eitt fyrirtæki. 

Árni Geir Pálsson, sem tekur við forstjórastarfi Icelandic Group, hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2011. Í fréttinni segir að hann hafi því mikla þekkingu og yfirsýn yfir starfsemi félagsins en auk stjórnarstarfa fyrir félagið starfaði hann hjá Icelandic á árunum 2000-2005.

Sjá nánar á vef Icelandic, HÉR