mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær veiði á alaskaufsa í Norður-Kyrrahafi

7. júlí 2011 kl. 10:55

Alaskaufsi.

Kvóti bandarískra skipa í ár er 1.230 tonn

Veiðar á alaskaufsa í Norður-Kyrrahafi eru nú í blóma, að því er fram kemur á fréttavefnum fis.com. Bandarísk skip mega veiða 1.230 þúsund tonn af alaskaufsa á árinu 2011 sem er veruleg aukning frá því í fyrra en þá var kvótinn 810 þúsund tonn.

Allur kvótinn á fyrri veiðitímabili ársins náðist. Annað veiðitímabil hófst 10. júní. Á fyrstu tveim vikum þess tímabils veiddust 14,1% af kvótanum (sem er 745 þúsund tonn fyrir seinni hluta ársins). Á sama tíma í fyrra veiddust aðeins 7,7% af kvótanum sem var þá 475 þúsund tonn.

Samkvæmt opinberum tölum voru um 70% af afla á fyrra veiðitímabili flutt út sem heilfrystur ufsi en annað fór í unnar afurðir, svo sem surimi, hrogn og fiskhakk. Unnar afurðir fyrir þetta tímabil eru 49% meiri en fyrir sama tímabil 2010.

Verðhækkanir hafa orðið á alaskaufsa á milli ára. Heilfrystur ufsi hefur hækkað um 9% og flök um 1,9%. Hins vegar lækkaði verð á hrognum um 7,1%.

Í vesturhluta Norður-Kyrrahafsins, þar sem Rússar veiða, varð aflinn á alaskaufsa á fyrri hluta ársins 2011 um 710 þúsund tonn sem er 84% af úthlutuðum kvóta.

Andstætt því sem bandarískir vísindamenn töldu lögðu Rússar til að veiðar á alaskaufa yrðu skornar niður frá 1.720 þúsund tonnum 2010 niður í 1.650 tonn 2011.