mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábært ár hjá Loðnuvinnslunni

18. janúar 2019 kl. 17:00

Ljósafellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. MYND/ÓM

Afli allra skipa meiri en á fyrra ári og verðmætaaukning í tugum prósenta.

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið saman heildaraflatölur skipa sinna fyrir síðasta ár og aflaverðmæti þess afla. Óhætt er að segja að gott ár í veiðum og vinnslu sé að baki þar eystra.

Hoffell landaði 41.141 tonni í fyrra og er aflaverðmætið einn milljarður og 376 milljónum betur. Aflamagnið var 13% meira en 2017 og verðmætið 22% hærra.

Ljósafell landaði 5.555 tonnum í fyrra og er aflaverðmætið  tæpur 1.1 milljarður krona. Aflamagnið var 36% meira en 2017 og verðmætið 44% hærra.

Sandfell landaði 2.350 tonnum í fyrra og er aflaverðmætið 453 milljónir, rétt tæpar. Aflamagnið var 15% meira en 2017 og verðmætið 28% hærra.