mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framboð á fiskmörkuðum hefur ekki dregist saman

5. febrúar 2010 kl. 10:06

Í frétt sem birt er á heimasíðu Fiskmarkaðs Íslands kemur fram að framboð af fiski á fiskmörkuðum hafi ekki dregist saman sem hlutfall af lönduðum afla undanfarin ári.

Þar segir ennfremur að fréttin sé birt af gefnu tilefni vegna umræðna um að framboð fisks á innlendum fiskmörkuðum sé lítið og hái fyrirtækjum sem eru í fiskvinnslu en ekki jafnframt í útgerð. Birt er tafla um hlutfall landaðs afla á fiskmörkuðum innanlands af heildarafla síðastliðin 7 ár.

,,Þetta hlutfall hefur ekki undanfarin ár ef þá nokkurn tíman verði hærra en einmitt á sl. ári þegar seld voru liðlega 103 þúsund tonn á innlendum fiskmörkuðum og eru því staðhæfingar um að framboð á innlendum fiskmörkuðum hafi dregist saman úr lausu lofti gripnar,“ segir á heimasíðu Fiskmarkaðs Íslands.

Fram kemur að á árinu 2003 var hlutfall landaðs afla sem seldur var á fiskmarkaði 18,29% en árið 2009 var þetta hlutfall 21,5%. Hvað þorsk viðvíkur var hlutfallið 17,18% árið 2003 en 17,49% árið 2009. Hlutfall ýsu á fiskmörkuðum árið 2003 var 32,19% en árið 2009 var það 32,38%.

Sjá nánar á www.fmis.is