þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framboð af laxi 1,8 milljónir tonna í ár

13. mars 2012 kl. 10:00

Laxaflak

Gert er ráð fyrir 15% aukningu milli ára.

Áætlað er að framboð á laxi á heimsmarkaði aukist um 15% á þessu ári og verði 1,8 milljónir tonna. Þar af munu Norðmenn leggja til 1,1 milljón tonna sem er 100.000 tonna aukning frá fyrra ári.

Framleiðsla í Chile er nú að ná sér á strik eftir mikla lægð af völdum sjúkdómsfaraldurs  og mun framboð þaðan aukast milli ára úr 221.000 tonnum í 361.000 tonn. Þetta er 63% aukning. Laxaframleiðsla í Bretlandi verður 146.000 tonn og í Kanada 114.000 tonn.

Áætlað er að aðrar þjóðir muni framleiða samtals 141.000 tonn.

Þessar upplýsingar komu fram á ráðstefnunni North Atlantic Seafood Forum í Osló í síðustu viku.