

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands tóku í gærkvöldi á móti yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi kjaraviðræðurnar og nýtt kvótafrumvarp. Framkvæmdastjóri SA segist í samtali við ríkisútvarpið vera ósáttur við frumvarpið og segir það ekki í samræmi við þær áherslur að reka sjávarútveginn sem samkeppnishæfan atvinnuveg á alþjóðavísu.
Í yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar er lagt til að fulltrúar SA komi að málinu á næstu vikum. Vilhjálmur segir slíkt aðkomu vel hugsanlega. "Ef ríkisstjórnin er tilbúin með trúverðugum hætti að fara í sáttaferil í málinu og reyna að ná víðtækri sátt, þá er kannski ekki aðalmálið hvar er byrjað, heldur mesta málið að spyrja að leikslokum, sagði hann í morgunfréttum RÚV.
Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú a´fundi til að fara yfir málið og ákveða næstu skref.