þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framleiðsla á pangasius í Víetnam gæti dregist saman um 40%

2. mars 2011 kl. 12:05

Pangasíus

Verðsveiflur og hækkandi framleiðslukostnaður fæla menn frá fiskeldi

Framleiðsla á eldisfisknum pangasius í Víetnam gæti dregist saman um 40% á þessu ári haldi fiskeldismenn áfram að yfirgefa greinina. Verðsveiflur og hækkandi framleiðslukostnaður haf fælt menn frá fiskeldi.

Heimildir frá Víetnam herma að bændur sem stunda eldið muni einungis framleiða um 900 þúsund tonn af eldisfiski á þessu ári sem þýði um 360-380 þúsund tonn af flökum.

Gert er ráð fyrir að mikill skortur verði á eldisfiski fram í maímánuð nk. að minnsta kosti. Þetta gerist þrátt fyrir að verð á pangasius hafi hækkað töluvert og sé reyndar í hámarki. Fulltrúar útflutningssamtaka víetnamskra sjávarafurða segja að ekkert nema enn frekari verðhækkanir geti lokkað þá bændur til baka sem hætt hafa eldi. Þeir segja jafnframt að gera megi ráð fyrir vöntun á pangasius allt þetta ár og einnig á árinu 2012.