laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framtíðarplön fokin út í veður og vind

22. apríl 2009 kl. 10:50

Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess segir að ef stefna stjórnarflokkanna um stjórn fiskveiða gangi eftir verði ekki samið um nýsmíðar fiskiskipa á næstunni, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Nýtt skip bættist í flota Skinneyjar-Þinganess rétt fyrir páska er Skinney SF kom í fyrsta sinn til heimahafnar nýsmíðuð frá Taiwan. Gunnar Ásgeirsson, segir að það sé  ávallt fagnaðarefni að taka á móti nýju fiskiskipi en nú hafi borið þann skugga á að á sama tíma hefðu verið dregnar fram í dagsljósið hugmyndir stjórnarflokkanna um fyrningu aflaheimilda.

Gunnar segir að þegar ráðist var í smíði skipsins hefðu þeir vitað nákvæmlega hvert hlutverk þess ætti að vera. ,,Nú get ég fátt sagt með nokkurri vissu því öll framtíðarplön hafa verið slegin úr höndum okkar. Þau eru fokin út í veður og vind, að minnsta kosti eins og málin blasa við þessa dagana.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.