laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frestun MSC-makrílvottunar framlengd

5. maí 2014 kl. 10:02

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Vottuninni var frestað eftir að heildaraflinn fór langt fram úr ráðgjöf vísindamanna.

Marine Stewardship Council (MSC) hefur framlengt frestun á vottun sinni á makrílveiðum í Norðaustur-Atlantshafi út apríl á næsta ári.

Veiðarnar fengu MSC-vottun í apríl 2009 en vottunin var dregin til baka og sett í bið frá og með desember 2012 á þeirri forsendu að heildarveiðarnar væru komnar langt umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins eftir að Íslendingar hófu þátttöku í veiðunum og Færeyingar stórjuku sinn hlut einhliða. 

Í frétt á vef samtaka norskra útvegsmanna segir að MSC leggi nú grunninn að því að hefja á ný vottunarferli fyrir makríl sem á að ljúka í júlí á næsta ári.