mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar hafa aðeins veitt helming kvóta síns við Ísland

9. október 2009 kl. 11:01

Heildarbotnfiskafli færeyskra skipa við Ísland það sem af er árinu er 2.679 tonn sem eru aðeins 54% af leyfilegum afla þeirra. Á sama tíma í fyrra var heildarbotnfiskaflinn 3.976 tonn. Af þorski hafa þau veitt 529 tonn af 1.200 tonna kvóta eða 44%.

Átta færeysk skip voru á veiðum innan íslensku lögsögunnar í september. Heildarafli skipanna var 519 tonn. Mest var um keilu í aflanum eða 149 tonn og langa var 132 tonn. Þorskaflinn var 121 tonn.

Nýjar töflur sem sýna skiptingu afla erlendra ríkja við Ísland eftir tegundum og mánuðum, bæði aflatilkynningar til Landhelgisgæslunnar og nýjustu löndunartölur, er hægt að skoða á vef Fiskistofu, HÉR