sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyjahryggur: Dregur verulega úr veiði á ,,íslenska þorskinum"

20. ágúst 2010 kl. 15:00

Þorskur sem Færeyingar veiða á Færeyjahrygg telst til íslenska þorskstofnsins. Veiðin þar fer minnkandi en undanfarin áratug hefur ,,íslenski þorskurinn" numið frá 1,6% upp í rúm 42% af öllum þorskafla Færeyinga á færeyska landgrunninu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Þorskafli færeyskra skipa á Færeyjahrygg, rétt austan miðlínu milli Íslands og Færeyja, hefur verið mjög breytilegur undanfarin ár. Frá árinu 1999 fór hann mest í um 4.700 tonn árið 2003 en var kominn niður í 500 tonn árið 2009.

Til samanburðar má geta þess að þorskveiðar við Færeyjar úr færeyska landgrunnsstofninum, sem er aðalþorskstofn Færeyinga, námu mest rúmum 38 þúsund tonnum á þessu tímabili árið 2002 og minnst um 7.500 tonnum árið 2008.

Athyglisvert er að bera saman afla Færeyinga á Færeyjahrygg annars vegar og á færeyska landgrunninu hins vegar. Árið 2005 var þorskur á Færeyjahrygg rúm 42% af þorskveiðinni á landgrunninu sem er umtalsverður hluti.  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.