föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frosinn fiskur lifnar við!

2. febrúar 2016 kl. 09:48

Skjáskot af myndbandinu um frosna fiskinn sem lifnar við.

Umdeilt myndband fer sem eldur í sinu í netheimum

Myndband sem sýnir frosinn fisk lifna við fer nú sem eldur um sinu í netheimum. Sitt sýnist hverjum hvort það sé falsað eða ekki.

Myndbandið sýnir þegar gaddfreðinn fiskur er sóttur í frysti og settur í skál með volgu vatni. Smám saman þiðnar fiskurinn, uggar hans taka að hreyfast og hann syndir að lokum um í fullu fjöri.

Myndbandið var sett á fésbókarsíðu í liðinni viku og hafa 45 milljónir manna skoðað það. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Flestir segjast ekki trúa þessari vitleysu en aðrir halda því fram að þeir hafi orði vitni að slíku áður. Sjá MYNDBANDIÐ hér og frétt The Telegraph um málið og dæmi svo hver fyrir sig.