mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frystitogaraflotinn skreppur saman

17. janúar 2014 kl. 13:19

Um borð í flakafrystitogaranum Hrafni GK (Mynd: Kristinn Benediktsson)

Flakafrystitogurum hefur fækkað úr 35 í 19 á síðustu tuttugu árum.

Frystitogurum í íslenska flotanum hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Nú á síðustu mánuðum hafa tveir togarar verið teknir úr sjóvinnslu og boðuð er frekari fækkun. Ástæðan er verðlækkun á sjófrystum afurðum og aukin áhersla á vinnslu ferskra afurða, auk þess sem veiðigjald og hátt launahlutfall á frystitogurum er sagt spila inn í. 

Frystitogaravæðingin hérlendis hófst árið 1982 þegar Örvar HU frá Skagaströnd hóf veiðar. Frystiskipum fjölgaði fljótt og í árslok árslok 1992 voru flakafrystitogararnir flestir eða 35 talsins. Í dag eru þeir 19 að tölu. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum