sunnudagur, 17. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frystur kolmunni skilar miklum verðmætum

21. maí 2010 kl. 15:00

Frysting á kolmunna til manneldis um borð í íslenskum veiðiskipum hefur verið óvenjumikil á þessari vertíð, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Ef fram fer sem horfir verður um 21 þúsund tonn fryst um borð eða um 25% af heildarkvótanum. Á árinu 2009 voru fryst um 16 þúsund tonn af kolmunna, árið 2008 um 14 þúsund tonn og 17.600 tonn árið 2007.

Gott verð hefur fengist fyrir frystan kolmunna, eða 550-580 dollarar á tonnið. Miðað við 570 dollara meðalverð gæti útflutningsverðmæti frysts kolmunna numið 1,5 milljörðum króna reiknað á gengi dollarans þessa dagana.

Sjá nánar í Fiskifréttum.