mánudagur, 9. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrirkomulagi krabbaveiða breytt

9. maí 2018 kl. 14:30

Trjónukrabbi

Atvinnuveganefnd hefur birt drög að reglugerð um veiðar á kröbbum þar sem núverandi fyrirkomulagi er breytt með það markmið í huga, í ljósi lítillar veiði, að gefa útgerðum kost á krabbaveiðum án takmarkana.

Reglugerðin er opin í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem hægt er að senda inn umsagnir til 25. maí. Reiknað er með að nýtt fyrirkomulag taki gildi 1. september næstkomandi.

Reglugerðin á að koma í staðinn fyrir tvær núgildandi reglugerðir. Önnur þeirra, sem er númer 1070/2015, hefur að geyma sérreglur um veiðar á kröbbum í innanverðum Faxaflóa en hin, sem er númer 611/2007, er um almennar takmarkanir á heimild til veiða á kröbbum hér við land.

Í frétt ráðuneytisins er vakin athygli á að frá og með 1. september 2019 skuli allar gildrur vera þannig útbúnar að glatist þær í sjó opnist þær sjálfkrafa innan árs.

Einnig vekur ráðuneytið athygli á því að merkja þurfi trossur í númeraröð frá einum í samræmi við fjölda trossa sem hver bátur er með í sjó.