föstudagur, 27. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrning kvótans: Aðför að fólki á landsbyggðinni

2. apríl 2009 kl. 16:06

„Okkur finnst þetta fáránlegt, það er ekkert annað orð yfir þetta. Þetta er hrein og klár eignaupptaka, þjóðnýting,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, um fyrningu aflaheimilda um 5% á ári eins og stjórnarflokkanir hafa á stefnuskrám sínum.

Einar Valur segir stjórnarflokkana sjálfsagt geta kallað inn allar aflaheimildir HG en um 90% þeirra hefur fyrirtækið keypt samkvæmt lögum og reglum sem sett hafa verið á Alþingi.

„Ef stjórnvöld kjósa að kalla þetta inn þá gera þau það varla bótalaust. Hvernig ætla þau líka að þróa það hverjir fá að kaupa aflaheimildirnar aftur. Við Vestfirðingar erum um 2% þjóðarinnar og erum með um 10% kvótans. Á þá bara að taka 80% af kvótanum frá Vestfirðingum,“ segir Einar Valur í viðtali við vefinn bb.is á Ísafirði.

Sjá viðtalið í heild HÉR