laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrning kvótans setur sjávarútveginn á hausinn

2. apríl 2009 kl. 10:09

Fyrning aflaheimilda um 5% á ári eins og stjórnarflokkanir hafa á stefnuskrám sínum myndi leiða til þess að útgerðir landsins lentu í greiðsluþroti á fáeinum árum og tækju bankana með sér í fallinu, segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í grein í Fiskifréttum í dag.                                                                                               

Í greininni segir hann m.a.: ,,Ef við færum þær leiðir sem stjórnarflokkarnir boða og fyrnum 5% veiðiheimilda á ári lenda útgerðir landsins í greiðsluerfiðleikum og greiðsluþroti á fáeinum árum. Við það féllu á bankana allar skuldir sjávarútvegsins, 400–500 milljarðar króna, enda gæti sjávarútvegurinn ekki staðið í skilum. Samstundis yrði hið nýendurreista bankakerfi landsins gjaldþrota og skuld sjávarútvegsins falla á þjóðina.

Með öðrum orðum, hugmyndir flokkanna kosta íslenskan almenning 400–500 milljarða króna eða 5–6,2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu, svo notuð sé vinsæl samlíking Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings, eins helsta talsmanns auðlindaskatts. Þetta er hinn nákaldi veruleiki sem fyrningarleiðin myndi kalla yfir þjóðina,” segir Sigurgeir Brynjar.

Sjá greinina í heild í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.