laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrningarleiðin: Ávísun á fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi

6. apríl 2009 kl. 12:22

- segir Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri Stálskipa í Hafnarfirði

,,Ég fæ ekki betur séð en að rústa eigi öllum þeim árangri sem náðst hefur í íslenskum sjávarútvegi með þessum tillögum Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum,“ segir Guðrún Lárusdóttir, útgerðarkona hjá Stálskipum í Hafnarfirði, í viðtali á vef LÍÚ. Hún lýsir vonbrigðum með þá fljótaskrift sem henni finnst einkenna stefnumótun flokksins í þessum málaflokki.

„Af þessu plaggi að dæma bíður ekki björt framtíð þessarar undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Ef innkalla á atvinnuréttindi þeirra sem nú starfa í sjávarútvegi er fróðlegt að fá svör við því hvernig á að útdeila þeim á ný. Á að leiga núverandi útvegsmönnum veiðiheimildir sem þeir hafa nú þegar keypt?“, segir Guðrún.

Hún segir hugmyndir um 5% fyrningu aflaheimilda á ári í raun grófa eignaupptöku og að þær myndu keyra sjávarútvegsfyrirtæki í þrot á nokkrum árum. „Þessar tillögur Samfylkingarinnar eru ávísun á fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi,“ segir Guðrún Lárusdóttir.

Sjá nánar viðtal við Guðrúnu á vef LÍÚ, HÉR