þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrningarleiðin prufukeyrð

22. október 2010 kl. 11:58

Áform Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um að rukka leigugjald fyrir auknar aflaheimildir í nokkrum mikilvægustu nytjategundunum á yfirstandandi ári hafa valdið miklum titringi innan sjávarútvegsins.

Hagsmunaaðilar í atvinnugreininni líta svo að með því að leigja út viðbótarveiðiheimildir í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og íslenskri sumargotssíld, sé ráðherrann að gefa tóninn um það sem koma skal og prufukeyra ríkisleigu á kvóta þegar á yfirstandandi fiskveiðiári.

Talsmenn útgerðarmanna, sjómanna og smábátaeigenda eru einhuga í andstöðu sinni við þessi áform. Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.