þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta loðnan til Fáskrúðsfjarðar

Svavar Hávarðsson
11. janúar 2022 kl. 11:30

Tasilaq að koma til hafnar á Fáskrúðsfirði. Mynd/Óðinn Magnason

Grænlenska skipið Tasilaq varð fyrst til að landa loðnu á Fáskrúðsfirði þar sem afköst verksmiðjunnar hafa verið aukin.

Græn­lenska upp­sjávar­skipið Tasilaq kom til Fáskrúðsfjarðar í gær og er að landa 500 tonn­um af loðnu hjá Loðnu­vinnsl­unni. Um er ræða fyrstu loðnuna sem berst til Fá­skrúðs­fjarðar á nýju ári.

Frá þessu segir á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.

Loðnan fer til bræðslu en staðið hafa yfir all­mikl­ar breyt­ing­ar sem eru gerðar til að auka af­köst verk­smiðjunn­ar, enda viðbúið að til Fáskrúðsfjarðar berist mikið magn loðnu.

Hér má lesa um þær breytingar sem gerðar hafa verið á verksmiðju Loðnuvinnslunnar.