laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsti dagur strandveiða gekk nokkuð vel

3. maí 2016 kl. 20:33

Smábátar

Alls náðu 206 bátar róðri og var afli þeirra 137 tonn

Fyrsti dagur í strandveiðum 2. maí 2016 gekk almennt nokkuð vel, að því er segir á vef Landssambands smábátaeigenda.

Alls náðu 206 bátar róðri og var afli þeirra 137 tonn. Flestir réru á svæði A - 94, en D svæðið gaf mestan afla á hvern bát 755 kg.

Sjá nánar töflu um afla eftir svæðum á vef LS.