mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsti dagur strandveiða í dag

5. maí 2014 kl. 09:51

Smábátar

Umsóknir um strandveiðileyfi 2014 eru tæp 430

Fyrsti dagur strandveiða er í dag. Umsóknir um strandveiðileyfi 2014 eru tæp 430. Af leyfunum voru 380 virkjuð fyrir fyrsta veiðidaginn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Tæplega 50 leyfi eru í pípunum en voru ógreidd í morgun og því ekki orðin virk fyrir fyrsta veiðidaginn.

Á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst er heimilt að veiða á handfæri allt að 8.600 lestir af óslægðum botnfiski á strandveiðum.

Umsóknir á svæði A eru 199, á svæði B eru þær 79, á svæði C eru þær 56 og á svæði D eru þær 94.

Á fyrsta degi standveiða í fyrra höfðu 465 umsóknir borist eða um 35 færri en í ár.