mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæti numið 30-40 milljörðum eftir rúman áratug

25. apríl 2014 kl. 09:21

Sjókvíaeldi

Nú skila fiskeldisafurðir 6,5 milljörðum króna á ári.

Ef áform þeirra sem hyggja á fiskeldi í sjó ganga eftir gæti magn fisks úr fiskeldi á Íslandi orðið 40 til 50 þúsund tonn eftir 15 til 16 ár. Hluta þessara áforma er þegar verið að hrinda í framkvæmd á Vestfjörðum og Austfjörðum. Gefin hafa verið út rekstrarleyfi til eldis laxfiska í sjókvíum sem nemur ársframleiðslu á rúmum 22.000 tonnum. 

Miðað við verð á eldislaxi í dag í Noregi gæti verðmæti eldisfisks sem framleidd yrðu eftir rúman áratug numið á bilinu 30 til 40 milljörðum í útflutningsverðmætum en veltan í greininni er nú um 6,5 milljarðar króna á ári.

Þetta kemur fram í frétt frá Landssambandi fiskeldisstöðva, sem heldur ráðstefnu um sjókvíaeldi á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík næstkomandi þriðjudag.